MAÐURINN SEM HVARF AF VEGI DYGGÐARINNAR
Fyrir allt sem er ódýrt og auðvelt.
Fyrir athyglina,
fyrir stundaránægjuna,
fyrir skjótfengin gróða.
Nennti ekki að leggja neitt á sig.
Sjón hafði daprast það skýrði og stýrði flestum ákvörðunum hans. Hann sá meter fram í tíman. Engin hugsjón lengur en vika, mánður, dagur. Allar strategíur gufuðu upp, andvana í fæðingu, fengu hvorki hjálpardekk né hækjur.
Hann fór aldrei í sunndagsskóla og hafði því aldrei heyrt getið um miskunnarsama Samverjan en hafði heyrt að Guð hjálpi þeim sem hjálpi sér sjálfum. Kristindómurinn var stopull eftir því.
Hroki
Hann átti vini sem voru í bransa. Þeir sýsluðu með bréf og skuldir og eitthvað annað sem máli skiptir. Hver ætlar ekki að meika það? Einu sinni meikuðu menn það í tónlsit og friði. Var það ekki pabbi þegar hann reykti hass og áður en hann þroskaðist og mamma fyrir barneignir og íbúðarkaup.
Velgengni í lífsgæðakapphlaupi var lykill sem máli skipti. Hann vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfum sér en hann vissi það samt. Einu kapphlaupi var deginum ljósara að hann ætlaði ekki að tapa, lífsgæðakapphlaupinu. Hann setti sér ný mörk, spara fyrir næstu afborgun, hann gæti jafnvel aukið við nýja hluti í kringum sig. Honum leið svo vel með nýja hluti í kringum sig – svo góð tilfinning. Hverju máli skiptir notagildið á tímum ofgnóta, engin kreppa núna. Gefa gamla hluti til þriðja heimsins, góðverk, endurvinnsla.
Lífsskoðanir: Allar þær sem högnuðust honum vel. Peningar gefa fresli til athafna.
Vissi það sem máli skiptir, umhverfi mótar skoðanir, það er erfitt að velja umhverfi. Það eru sjónvarpsstöðvar, fólk í kringum mann, föt, bækur og veraldleg gæði. Hann settist niður og sá hvað kom sér best. Frítíminn var honum ofviða til skipulagningar. Hann fann samt fyrir þroska. Hann var allt annar maður en fyrir 7-8 árum. Eðlilega hann hafði þroskast, numið fræði, eignast nýja vini, komið sér í farveg. Þegar mamma sagði “þú ert svo breyttur, þú varst ekki svona” þá skildi hún ekki að tímarnir breytast og mennirnir með, hún skildi ekki að hún var stöðnuð og líf hennar í of föstum skoðum, eitthvað sem hann gat ekki sæst við. Hann var með sítengt aldrif skynsemi, raunhyggju og nýungagirni.
Hann hafði ferðast víða og fannst hann víðsýnn. Hafði komið til fimm heimsálfa og séð hvað fólk bjó ömurlega sumstaðar. Hafði í sömu ferðum gist á góðum hótelum og borðað afbragðs humar. Skógarferðin í Amazon, bátsferðin á Níl og flugið yfir Tælandi var eitthvað sem sat eftir.
Tveir villtir í frelsisleit
Nauðsynlegt að eiga sér íkona. Fólk sem maður getur litið upp til, fólk sem gerir allt rétt. Gera íkonar allt rétt? Sumir virðast ekki gera mistök, eru þeir þjálfaðir í að gera allt rétt, eða lærðu þeir af mistökum og stukku svo fullsmíðaðir fram í sviðsljóðir, baðaðir af ljósum og tilbúnir að taka sterkum flössum, áreyti og öðru tilheyrandi. Fólk með orð sem verða að óskráðum lögum, hálfgerðir hálfguðir, falsguðir en samt var ekkert annað semí við það. Þótt maðurinn sé breyskur þá er að bara töff hjá sumum, lofaðir lestir og brestir. Það er púki í öllum, vertu stolltur af þínum!
Skrítinn metnaður, ólympíuhugsjónin yfirfærð á allan andskotan, hugsjón í orðum en ekki gjörðum, orð á blaði tengd öðru en inntak og skilnginur ekki sá sami.
Henry í kófi
Fjölskyldu og vini jú. Fyrrverandi þetta og hitt.
Konur. Vissi stundum ekki hvort hann var að koma eða fara. Heyrði ýmsu fleygt. Voru allar konur hórur?
Er líf íkona eins og við höldum. Er það ekki bara sýndarverkuleika matreiddur léttsteiktur, meðalkryddaður ofan í okkur. Þegar sjálfið er orðið að eftirprentun fyrirmyndar. Ljósrit, ógreinilegt ofanvarp
Þetta er ekki hóra
Vinir var mark takandi á þeim. Hann var að spá í það. Hann þoldi ekki gagnrýni og það neikvæða. Vildi klapp á bak en ekki kinnhesta. Einhverjir “vinir” að gefa honum heilræði og það sem máli skipti – hvað vita þeir um það. Þeir voru ekki hann og öfugt. Alltaf að reyna yfirfæra málshætti og úrelt orðatiltæki á hann og hans líf, slitin úr samhengi.
Maður þarf ekki að lifa lífinu í samhengi.
Opna bók og loka henni.
Líf og dauði.
Er hægt að rífa bókina í sundur?
Er hægt að verða eins og einhver annar?
Getur maður allt í einu farið að tala ensku eða þýsku?
Er ofurmennið lifandi í okkur?
Auðvelt að virkja flatann veruleikan.
Í stað þess að fljóta með straumnum er hægt að synda skriðsund með honum.
Eitt sinn gerðist hann bísnessmann. Fór með félaga, keypti atvinnutæki og tók þátt í útboði. Bauð lægst en sem verktaki var hann ekki hæfur. Af vanefnum. Hann átti dráttarvél eina atvinnutækja og bauð í einhvern Vatnsfellsáfanga og frægt það varð. En svona er þetta. Lögfræðingur á ekki að gaspra um skipulagsmál, viðskiptafræðingur ekki um arkitektúr og trésmiður ekki um málmsmíði. Þessa speki sagði mér maður, kannski las ég hana. Spekin er tvíþætt. Þú kemst að því, því meira sem þú fræðist og lest þá sérðu hversu lítið þú veist, heildarmyndin stækkar því sjóndeildarhringurinn stækkar og þú veist hlutfallslega alltaf minna og minna. Þeir sem vita og kunna ýmislegt hneigjast til að telja að reynsla manns og kunnátta í einni grein geri mann hæfan og dómbæran um allt milli himins og jarðar. Tilhneiging að halda að kunni maður eitthvað fyrir sér á einu sviði, sé maður sjálfkrafa fær í ýmsum öðrum efnum.
Okkar manni fannst hann vera um það bil að höndla hamingjuna. Spilaborgir og loftkastalar voru í byggingu. Hann átti kannski eftir að komast að því að hamingjan fælist ekki í því að eignast meir af peningum og veraldlegum gæðum. Tíminn dæmir. Með sterkum glerjum sér hann kannski að hamingjan er ofin úr gæðum sem spretta af góðmennsku, andlegri og siðferðilegri auðlegð sem fátækir, valdasnauðir og óþekktir kunna að eiga ekki síður en þeir sem veraldargæða njóta í ríkari mæli.
Ógöngur geta endað sem frekari ógöngur en einnig getur veglaus endað á vegi. Það eru engar fastar reglur fyrir neitt. Lögmál Murphy’s á við. Hann hann var eins og stjórnlaus bíll. Ferð án takmarks og ófyrirsjáanlegs endis.